Hér að neðan er myndband sem hægt er að nota til að æfa börn í að hrósa öðrum. Margir gera slíkt fyrirhafnarlaust en aðrir þurfa að æfa sig. Það að kunna að hrósa öðrum þegar við á getur styrkt mikið vináttusambönd og hjálpað börnum að tengjast og taka eftir öðrum. Hægt er að eiga samtöl um þetta og líka hvernig þau sjálf geta tekið því þegar þeim er hrósað.