Það er mikilvægt að geta slakað á og fundið ró. Sérstaklega þegar við erum í uppnámi eða mjög stressuð. Oft náum oft best að finna ró með því að nota skynfærin okkar - þefskyn, sjón, heyrn, bragðskyn og snertingu. Það hægist á hjartslættinum, blóðþrýstingurinn verður heilbrigðari og líkamanum líður betur. Þegar við reynum að finna meiri ró gengur betur að takast á við tilfinningar og leysa ýmis mál eða bara slaka á. Þegar við meðvitað reynum að kyrra hugann er eins og við náum að setja á pásu og takast á við aðstæðurnar á yfirvegaðri hátt.

Eftirfarandi leiðir er hægt að nota þegar barnið lendir í tilfinningalegu uppnámi. Það er einnig hægt að nota flestar þessar leiðir til að takast á við almenna streitu. Við hvetjum foreldra til að prófa líka því þessar leiðir eru mjög árangursríkar þegar við reynum að komast inn í núið.

Þessar leiðir eiga að aðstoða okkur við að öðlast aðeins meiri ró í lífið. Við erum hins vegar öll ólík og því fullkomlega eðlilegt ef einhverjar þeirra virka ekki á ykkur. En reynið þær allar og prófið ykkur svo áfram með ykkar eigin. Þessi æfing virkar best ef foreldri og barn prófa sig áfram saman.

Þefskyn:

Lyktarskyn er eitt öflugasta skynfærið og getur kallað fram góðar minningar og líðan.

  • Kveikið á ilmkerti eða reykelsi.
  • Notaðu krem, olíu eða ilmvatn sem ykkur finnst róandi og jafnvel vekur upp bjartar minningar og/eða sjálfstraust og gleði.
  • Takið eftir lykt í umhverfinu sem venjulega fer framhjá ykkur. Þetta þarf að vera ilmur sem róar niður (tré, rigning, timbur o.s.frv.).
  • Kaupið blóm og takið ekki bara eftir því hvað þau eru falleg. Finnið líka ilminn af þeim.
  • Faðmið einhvern sem lyktar vel og róar ykkur niður.

Sjón:

Sjón er okkur afar mikilvæg. Stór hluti heilans er undirlagður þeirri starfsemi líkamans að geta séð. Það sem við sjáum getur haft gríðarlega mikil áhrif á okkur - bæði góð og slæm.

  • Kaupið ykkur stórt karton eða striga og límið á hann myndir sem vekja með ykkur góða líðan. Þið getið blandað saman myndum, litlum hlutum sem þið eigið og svo úrklippum úr tímaritum, ákveðin orð eða orðasambönd og svo framvegis.
  • Finnið ykkar eigin staði sem ykkur finnst gott að horfa á. Gufan í sundlauginni, ákveðin tré fyrir utan heima hjá ykkur, fjall sem ykkur þykir vænt um, myndir, hús, garð, útsýni frá ákveðnu kaffihúsi, leikvelli og svo framvegis.
  • Finnið bók heima hjá ykkur eða í bókabúð sem er uppfull af myndum sem róa ykkur niður og fallegt er að horfa á.
  • Hafið alltaf mynd með ykkur af einhverjum sem ykkur þykir vænt um eða einhverju sem ykkur finnst vera fallegt. Þetta getur í raun verið hvað sem er en þarf að vera eitthvað sem róar ykkur niður og kjölfestir.

Heyrn:

Það hefur verið staðfest margoft að hljóð róa okkur niður. Heilu bækurnar hafa verið skrifaðar um hvernig hin og þessi hljóð hafa góð áhrif á taugakerfi bæði barna og fullorðinna.

  • Tónlist er hér efst á blaði og ekki að ástæðulausu. Áhrif hennar eru gríðarstór. Gerið ykkar eigin lagalista. Gerið einn fyrir tónlist sem róar, annan sem vekur upp góðar minningar, þriðja sem ýtir sérstaklega undir sjálfstraustið, fjórða sem minnir ykkur á hver þú ert og svo framvegis. Það getur verið tónlist með og án söngs.
  • Prófið að nota tónlist með náttúruhljóðum. Mörgum finnst það vera góð tilhugsun en eiga oft erfitt með að leyfa henni að hafa góð áhrif á sig. Því órólegri sem þið eruð því erfiðara getur það verið að finna ró í að hlusta á rigningu og þrumur. En prófið nokkrum sinnum. Æfið ykkur í að vera í núinu og dreyma róandi dagdrauma.
  • Hlustið á hljóðbók.
  • Kveikið á sjónvarpinu og hlustið. Ekki gera neitt nema loka augunum, anda og hlusta. Þetta virkar oft vel þegar barnið er í miklu tilfinningalegu uppnámi. Ekki velja eitthvað sem pirrar. Hlustaðu á rödd þess sem talar, hvernig hún breytir um tóna og áherslur.
  • Opnið gluggann og hlustaðu á umhverfishljóðin. Ekki gera neitt nema loka augunum, anda og hlusta.
  • Hlustaðu á slökunaræfingu þar sem einhver leiðir ykkur í gegnum ákveðnar æfingar sem hafa góð áhrif á lífeðlisfræði líkamans. Sjá æfingar í verkfærakistunni Núvitund og hugaró.
  • Farið út að ganga með það að markmiði að hlusta á allt sem þið gætuð heyrt.

Bragðskyn:

Tungan hefur svo marga ólíka fleti sem við notum oft á rangan hátt. Þeir sem borða til að takast á við tilfinningar og streitu borða oft svo hratt að þeir leyfa bragðskyninu ekki að njóta sín.

  • Eldið uppáhalds máltíð og borðið hana hægt og í rólegheitunum. Finnið bragðið og áhrifin sem maturinn hefur á líkamann.
  • Drekkið eitthvað róandi. Oftast er þá um að ræða eitthvað sem er heitt. Börn geta flest vel drukkið koffínlaust te til dæmis er piparmyntute vinsælt hjá mörgum. Allir hafa þó sinn smekk.
  • Borðið ávöxt í rólegheitunum og finnið bragðið í hverjum munnbita.
  • Borðið ísmola (ekki bryðja hann). Þetta getur virkað vel ef barnið er í sérstaklega miklu uppnámi.

Snerting:

  • Við gleymum oft að snerting róar okkur. Kannski vegna þess að við erum í raun stanslaust að snerta eitthvað.
  • Finnið eitthvað mjúkt og hafðið það í vasanum. Þetta getur verið mjúkt flauel og bómull.
  • Farðu í heitt eða kalt bað (eða sturtu) og finndu hvernig vatnið snertir húðina.
  • Ef barnið er í miklu uppnámi er hægt að nota gelpúða ætlaða til verkjastillingar. Geymið hann í frystinum og leggðu hann upp að enninu í smá stund.
  • Farið í föt úr efni sem ykkur finnst þægilegt.
  • Knúsaðu fjölskyldumeðlim eða gæludýr. Taktu betur eftir snertingunni en venjulega. Hallaðu þér inn í hana og finndu hlýjuna og öruggið.