Hugsanaskekkjur og endurmat

Hugsanir eru ekki staðreyndir. Þetta hljómar kannski eins og sjálfsögð sanninndi, en þegar barnið þitt hættir við að hringja í vin af því að það er sannfært um að vinurinn muni hafna því, er barnið þitt að taka hugsuninni sem staðreynd. Þegar þú hugsar með þér að þú sért of feitur til þess að fara að æfa dans og frestar því að skrá þig á dansnámskeið, ertu að taka hugsun þinni sem staðreynd (nema þú hafir prófað).

Flestar hugsanir okkar eru ómeðvitaðar. Oft bregðumst við við aðstæðum án þess að vera sérstaklega meðvituð um að hafa hugsað eitthvað sérstakt.
Þegar barnið þitt neitar að fara með þér að versla sér föt, sem það vantar, er allt eins líklegt að það finni bara að það langi ekki að fara með þér en sé ekki meðvitað um neina hugsun sem stýri hegðuninni. En það að fara með mömmu í bæinn hefur kannski einhverja merkingu: ,,það er barnalegt að fara með mömmu sinni í búð“.

Þegar við áttum okkur á áhrifum hugsana eða þeirri merkingu sem við leggjum í aðstæður getum við farið að skoða þessar hugsanir og velta fyrir okkur hvort þær séu sannar eða ósannar, gagnlegar eða ógagnlegar eða líklegar eða ólíklegar. Oft kemur í ljós að við höfum tilhneigingu til þess að falla í ákveðnar hugsanagrifjur eða skekkjur.

Sjálfsmynd okkar byggir á skoðunum okkar á okkur sjálfum. Hvað okkur finnst um okkur. Allt eru þetta hugsanir.

Hér eru dæmi um nokkrar algengar hugsanaskekkjur:

Niðurrif/svartsýni/hörmungarhyggja:

 • Þetta er illa gert hjá mér.
 • Ég er svo heimsk/ur.
 • Ég er ógeðsleg.
 • Ég get ekkert.

Framtíðarforspá:

 • Ég á eftir að fá lága einkunn, ég mun ekki ná að skila þessu.
 • Enginn á eftir að vilja byrja með mér.
 • Allt eða ekkert / Svart hvítar hugsanir / Ofuralhæfingar.
 • Ég á aldrei eftir að eignast kærasta.
 • Það gengur aldrei neitt upp hjá mér.
 • Ég vil frekar sleppa því að skila en fá lága einkunn.
 • Allir skilja þetta betur en ég.
 • Allir eru grennri en ég.
 • Enginn vill vera með mér.

Tilfinningarök:

 • Ég er kvíðin og þess vegna veit ég að mér mun ganga illa.
 • Mér líður eins og ég sé feit, þá er ég feit.
 • Ég er döpur og þess vegna trúi ég að öllum sé sama um mig.
 • Í reiði finnist okkur að mótaðilinn hafi gert okkur þetta VILJANDI.

Hugsanalestur:

 • Kennarinn eru örugglega að velta fyrir sér hvað ég er að gera í þessum kúrs.
 • Honum fannst þetta heimskuleg spurning hjá mér.
 • Hún er að geispa því ég er svo leiðinleg.
 • Þær eru að horfa á mig og hvísla, ég veit að þær eru að tala um hvað ég sé feit.
 • Henni finnst ég ógeðslegur með þessar bólur í framan.

Í verkfærakistunni „Hugsanir og tilfinningar” er að finna hin og þessi verkefni sem auðvelda okkur að ræða þetta við barnið okkar eða unglinginn. Skoðið þær og prófið jafnvel sjálf.

Flestar hugsanir okkar eru ómeðvitaðar. Oft bregðumst við við aðstæðum án þess að vera sérstaklega meðvituð um að hafa hugsað eitthvað sérstakt.