Einelti og vináttufærni

Árið 2009 gáfu Heimili og skóli út bæklinginn „Einelti - góð ráð til foreldra."  Þar er fjallað aðallega um staðreyndir um einelti, það skilgreint, ábyrgð ígrunduð, úrræði skoðuð og mörg góð ráð gefin.

Ýmislegt hefur breyst síðan bæklingurinn var gefinn út og samfélagið reynslunni ríkari þegar kemur að forvörnum og inngripum í eineltismál, en árið 2017 gaf Heimili og skóli út „Handbók um einelti og vináttufælni – Forvarnir og viðbrögð." Þessari handbók er ætlað að verða viðbót við fyrri útgáfu, en ekki endurtekning. Megináherslan er á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum.

Hér má nálgast „Handbók um einelti og vináttufælni – Forvarnir og viðbrögð" á PDF sniði.

Sjá líka upplýsingar um Einelti og bæklinginn „Einelti - góð ráð til foreldra."