Hugarró – App
Hvernig á eiginlega að hugleiða?
🧘 🧘🏽♂️ Smáforritið okkar inniheldur fjöldan allan af öflugum hugleiðsluæfingum í mismunandi lengdum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Þær skiptast í tvo flokka ásamt slökunaræfingum:
Núvitund: Þessar hugleiðslur hafa til dæmis góð áhrif á streitu og kvíða.
Samkennd: Þessar hugleiðslur styrkja sjálfsmyndina í heild og eru róandi fyrir allt streitukerfið.
Slökunaræfingar: Færa ró í líkmann, slaka á vöðvum og geta verið gagnlegar til dæmis fyrir svefn.
Rannsóknir sýna að hugleiðsla barna og unglinga eykur getu þeirra til að takast á við hversdagslífið. Þau sem hugleiða...
- velja sér betri bjargráð.
- þróa síður með sér kvíða og streitu.
- halda betur ró sinni þegar þess er þörf.
- standa betur með sér í dagsins önn.
Sækja "Sterkari út í lífið" smáforritið hér: App Store (iOS) - Google Play (Android)
Það getur reynt á þolinmæðina þegar byrjað er að hugleiða - fyrir börn jafnt sem fullorðna. Hér eru nokkur atriði og myndbönd sem geta hjálpað til:
- Það er eðlilegt að finna fyrir alls konar tilfinningum þegar við hugleiðum, hvort sem það er órói, pirringur, ró, slökun eða eitthvað annað.
- Ekki dæma þig ef þér finnst þetta ekki vera að ganga vel. Leyfðu þessu að vera innra ferðalag og bara skoða hverju þú tekur eftir.
- Núvitundarhugleiðsla er ekki það sama og slökun, þó að stundum finnur maður fyrir slökun við það að hugleiða.
- Gott er að byrja á stuttum æfingum og auka svo lengdina.
- Sumum finnst gott að hugleiða eftir hreyfingu - alla vega til að byrja með.
- Hægt er að hugleiða bæði standandi, liggjandi, sitjandi eða á hreyfingu.
- Ekki hafa áhyggjur af því þó hugurinn hoppi út og suður á meðan þú hugleiðir, það er eðlilegt.
- Það skiptir ekki máli hvenær dags þú hugleiðir – skoðaðu bara hvenær það hentar þér best.
- Settu raunhæf markmið um hve oft þú ætlar að hugleiða, það getur verið gott að ætla sér að hugleiða flesta daga frekar en að mistakast að hugleiða alla daga.
- Hugsaðu um hugleiðslu sem eitthvað sem verður hluti af lífi þínu til lengri tíma.
Til foreldra
- Best er að finna tilgang með hugleiðslunni og að hún sé ánægjuleg athöfn frekar en kvöð, bæði fyrir börn og foreldra.
- Áhrifaríkasta leiðin til að hvetja börn til að hugleiða er að vera góð fyrirmynd og að þau sjái að foreldrar hugleiði sjálfir.
- Mildi, forvitni, byrjendahugur, hlýja, umburðarlyndi og umhyggja eru mikilvægir þættir í núvitundarþjálfun. Leggðu þig fram um að mæta þér og barninu á þann máta.
Þessi myndbönd eru frábær í að útskýra þetta allt betur. Það efsta hjálpar okkur til dæmis að vita hvað við eigum að gera þegar hugurinn reikar á meðan á hugleiðslu stendur.