Kortlagning
Verkefninu hér á eftir er ætlað að hjálpa til að kortleggja vandann og finna hugmyndir að ýmisskonar bargráðum. Bjargráð er það sem við gerum þegar við þurfum að leysa vanda, takast á við tilfinningar og leysa vandamál. Þegar barnið er að kljást við einhvern vanda, lítinn eða stóran getur verið gott að kortleggja það sem er í gangi með þessum hætti. Á miðstigi eru þau orðin nægilega gömul til að geta séð vandann fyrir sér á þennan hátt. Það eykur seiglu (resiliancy) þeirra að mæta vandanum án þess að falla of mikið inn í tilfinningarnar sem fylgja honum.