Tilfinningar ljá lífinu lit og segja okkur hvað skiptir okkur máli. Við getum lýst hvernig okkur líður með orðum, en það jafnast ekki á við upplifunina á tilfinningunni sjálfri.

,,Hvernig stafar þú ást?” Spurði gríslingur Bangsímon. ,, Þú stafar hana ekki þú finnur fyrir henni“ svarði Bangsímon.

Hér er myndband sem útskýrir kvíða - byrjum á að skoða það:

Myndband frá Stöndum saman - félagi um geðfræðslu

Annað myndband sem lýsir tengslum hugsana og tilfinninga er hér að neðan.  

Tilfinningu má lýsa með einu orði og við höfum ótalmörg orð yfir tilfinningar. Í tilfinningakortinu hér að neðan má finna nokkrar algengar tilfinningar ,(foreldrar útskýra orðin).  Skoðið það vel og veltið því fyrir ykkur.  Nýtið bæði myndböndin, tilfinningakortið og umræðupunktana hér að neðan til að kynnast tilfinningum betur.  Hægt er að eiga svona samtal oft og mörgum sinnum.  Einnig er hægt að prenta tilfinningakortið út og hengja upp heima.

Hér er áhugavert myndband um tengsl hugsana og tilfinningar (á ensku):

Umræðupunktar:

  • Hvaða tilfinningar kannast þú við á þessum lista?
  • Hverjar eru 5 algengustu tilfinningarnar sem þú finnur fyrir í daglegu lífi?
  • Hvernig væri lífið ef þú gætir losnað við allar erfiðar tilfinningar í þessum lista?
  • Hafa erfiðar tilfinningar eitthvað gildi?
  • Hvaða líkamlegu einkenni tengir þú við tilfinningar?