Velvild til þín og annarra
Hægt er að hlusta á æfinguna hér að ofan eða lesa hana fyrir barnið:
Í þessari æfingu er lögð áhersla á góðvild gagnvart þér og öðrum. Mundu að við viljum öll vera hamingjusöm og heilbrigð. Taktu því smá tíma í að óska þér og öðrum alls hins besta. Æfingin fer þannig fram að ég segi setningar sem þú endurtekur innra með þér og lagar að þínu kyni.
Komdu þér þægilega fyrir. Ef þú vilt geturðu lokað augunum en þú getur líka haft þau opin og leyft þeim að hvíla á ákveðnum punkti. Pældu bara í þér en ekki í öðrum. Þú getur lagt höndina á hjartað í smá stund og fundið hvernig það er. Ef þú vilt geturðu haft höndina áfram á hjartanu eða hvílt hana annars staðar.
Þegar þú ert tilbúin óskaðu þér góðvildar og vináttu með því að segja í hljóði innra með þér:
Megi ég vera hamingjusöm,
megi ég vera heilbrigð,
megi ég geta tekist á við erfiðleika,
megi ég njóta lífsins.
Kannski finnst þér það skrýtið að senda góðar óskir til þín en ekki hafa áhyggjur af því, þú þarft ekki að finna fyrir neinu sérstöku. Endurtaktu bara setningarnar í hljóði.
Megi ég vera hamingjusöm,
megi ég vera heilbrigð,
megi ég geta tekist á við erfiðleika,
megi ég njóta lífsins.
Prófaðu núna að senda góðar óskir til annarra. Er einhver sem þú myndir vilja senda góðar óskir til? Þetta gæti verið einhver sem þér þykir vænt um, einhver í bekknum eða jafnvel einhver sem þú þekkir lítið. Ef einhver kemur upp í huga þinn sendu þá góðar óskir til viðkomandi.
Megir þú vera hamingjusamur,
megir þú vera heilbrigður,
Megir þú geta tekist á við erfiðleika,
megir þú njóta lífsins.
Kallaðu nú fram í hugann alla þá sem eru í bekknum og sendu þeim góðar óskir. Þér þarf ekki að líka vel við alla þó að þú sendir þeim góðar óskir. En mundu um leið og þú sendir þeim góðar óskir að þú ert ein eða einn af þeim, þannig að um leið og þú sendir óskirnar taktu þá líka á móti þeim.
Megum við vera hamingjusöm,
Megum við vera heilbrigð,
Megum við geta tekist á við erfiðleika,
Megum við njóta lífsins.
Þú getur jafnvel sent góðar óskir til allra þeirra sem eiga heima á þessu landi eða búa á jörðinni, við óskum okkur öll hamingju og heilbrigðis hvar sem við búum.
Megum við vera hamingjusöm,
Megum við vera heilbrigð,
megum við geta tekist á við erfiðleika,
megi við njóta lífsins.
Ef þú vilt geturðu að lokum fært athyglina á andardráttinn þinn og fylgt honum eftir eins vel og þú getur. Leyft þér að vera bara eins og þú ert og leyft öðrum að vera bara eins og þeir eru.
Þegar þú ert tilbúin til þess kemurðu smám saman til baka úr æfngunni, opnar augun ef þú hefur lokað þeim og víkkar út athyglina að umhverfinu þínu.