Hópur sem hafnar
Barnið þitt vill vera hluti af hóp sem hafnar því
Þetta er alltaf mjög sárt og erfitt að horfa upp á barnið sitt takast á við þess konar aðstæður. Þú getur hjálpað barninu þína að horfast í augu við það sem er og halda áfram að leita að vináttu annars staðar – án þess að upplifa höfnuna þannig að hún snúist um að það sé eitthvað mikið að þeim. Þetta er auðvitað heljarinnar verkefni en er stefnan sem þarf að taka þegar svona kemur upp:
- Leita að vináttu annars staðar
- Taka á höfnuninni
Þú þarft að aðstoða barnið við að leita að vinum sem því líður vel með, vinum sem vilja vera með barninu þínu. Hægt er að setja þetta upp á mismunandi hátt og gott að nota myndlíkingar eins og að sumir eru bara olía og vatn – eða..... Einnig er hægt að tala um að börn leiti eftir mismunandi eiginleikum í vinum – eitthvað sem við gerum alla ævi – og mismunandi vinahópar einkennast af mismunandi stemmingu og eiginleikum. Það er sem sagt eðlilegt að passa í suma hópa en ekki aðra. Ef einelti er það sem er að gerast í þessari stöðu þá þarf auðvitað að taka á því.
Mikilvægt er að hjálpa barninu þínu svo með samkennd til að halda áfram að taka á höfnunartilfinningunni sem getur komið upp – þá hjálpum við börnum að sýna sér skilning, sanngirni og hlýju. Sjá verkfærakistu fyrir Samkennd.
Stundum er ekki hægt að tala barnið þitt frá því að vilja vera hluti af hóp sem ekki hentar eða gengur upp – en reyndu að skilja hvað er á bak við það að barnið þitt á erfitt með að sleppa – og vill bara þennan hóp og engan annan. Það verður þá mikilvægt að eiga regluleg samtöl, reyna að setja inn góða hluti eins og skilning, samkennd og að reyna að halda áfram að opna á aðrar brautir í vináttu.
Byggt að hluta á grein eftir barnasálfræðinginn Phyllis L. Fagell.