Þessar æfingar er gott að gera þegar barnið þarft smá hvatningu til að standa með þér, þarf að róa niður hugann og slaka á og jafnvel minnka ósanngjarna gagnrýni á sjálfan sig.

Samkennd er þýðing á enska orðinu „compassion”.  Self-compassion er svo þýtt sem samkennd í eigin garð – samkennd sem þú beinir að sjálfri eða sjálfum þér. Við eigum nefnilega oft auðveldara með að sýna öðrum samkennd en okkur sjálfum.

Hægt er að skilja samkennd sem hlýju, skilning og sanngirni sem við æfum okkur í að sýna sjálfum okkur og öðrum. Það er mikilvægt að við lærum að sýna okkur sjálfum samkennd og það er líka mikilvægt að æfa okkur í að sýna öðrum samkennd.

Æfingarnar í þessari verkfærakistu auðvelda þessi samtöl heima. Einnig eru í boði hugleiðslu- og slökunaræfingar sem hægt er að hlusta á. Gott er að prófa þær allar og velja sínar uppáhalds.

Við hvetjum foreldra til að prófa líka. Þessar æfingar passa líka fyrir fullorðna.

Samkenndaræfingar virðast oft vera mjög einfaldar og eru þær það oftast. En þær eru að sama skapi öflugar og byrja að virka fljótt.

Hér er stutt myndband um þrjár hliðar samkenndar:

Lítil áhrifamikil teiknimynd um samkennd:

Gagnleg umræða um mun á samkennd og sjálfstrausti:

Hér eru gagnlegar greinar um samkennd sem við mælum með:

Faðmlag

Góðvild og ró

Laufin á trénu

Steinar og samkennd

Það sem ég geri nú þegar í samkennd