Oft höldum við sem foreldrar að börn okkar átti sig sjálf á því hvernig maður hegðar sér þegar maður er góður vinur. Mörg börn átta sig á þessu með innsæinu en önnur síður. Öll börn hafa samt sem áður gott af samtalinu um hvernig það er að vera góður vinur. Slíkt samtal hjálpar barninu að átta sig sjálft á því hvernig vinur það er og hvað gæti mögulega þurft að æfa. En einnig hjálpar þetta verkefni börnum að setja mörk og velja vini sem henta þeim.

Hér eru tvö verkefni sem aðstoða í þessu samtali.

Í öðru skjalinu er að finna einföld atriði sem skipta mestu þegar við skoðum hvað góður vinur er og hvernig slæmur vinur er. Barnið skiptir atriðinum svo í rétta dálka. Skoðið þetta með barninu og ræðið hvert atriði.

Í hinu verkefninu er barnið spurt einfaldra spurninga um vináttu og svarar satt eða ósatt.

Setjist niður með barninu og veltið þessum verkefnum fyrir ykkur saman.