Leysum vandann!
Hér er önnur leið sem oft er notuð til að leysa vandamál. Hún er aðeins flóknari en hin en er afskaplega árangursrík. Hægt er að nota ímyndað dæmi þegar þið prófið að fylgja þessu fyrst. Unglingar hafa oft ekki þolinmæði til að nota svona æfingar. En ef þau byrja á að æfa sig með vandamál sem eru ekki stór og jafnvel ímynduð þá finna þau fljótt hvað það getur verið gott að hafa svona ramma til að nota þegar eitthvað kemur upp.
Oft stöndum við frammi fyrir vandamáli og vitum ekki alveg hvernig við eigum að leysa það. Vandamálið verður að allt í einu of stórt og við stöndum ráðþrota frammi fyrir því. Ræddu við unglinginn um vandamál, öll höfum við þau á einn eða annan hátt og því eðlilegt að standa frammi fyrir slíku. Það er hins vegar alltaf hægt að finna lausn eða biðja um aðstoð við að finna lausn. Vandamál eru því partur af lífinu en það eru lausnirnar líka.
Þetta verkefni hjálpar unglingnum að æfa sig við vandamálalausnir og að setja vandamálið upp á annan og einfaldari hátt. Þegar vandinn svamlar um í huganum verður það oft flóknara en það þarf að vera. Það er ekki alltaf ein rétt lausn og við þurfum stundum að brjóta vandann niður til að finna allar mögulega lausnir.
Hér fyrir neðan er hægt að sækja PDF skjal með verkefninu.