10 netheilræði

Bæklingur með 10 netheilræðum hefur litið dagsins ljós. Foreldrar, forráðamenn og starfsmenn skóla eru hvattir til að gefa sér góðan tíma til að ræða netheilræðin við barnið.

Bæklinginn er hægt að nálgast hér á PDF sniði og jafnframt á vefsíðu SAFT.

SAFT -Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um örugga netnotkun og er styrkt af ESB.  Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd.